ÍR hlaut flest stig allra liða i stigakeppni Meistaramóts Íslands sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. ÍR skaust framhjá FH með góðum árangri í síðustu greinum.
ÍR fékk 40.207 stig í mótinu en FH 38.163 stig. FH stóð sig best í karlakeppninni en góður árangur ÍR í kvennagreinunum gerði gæfumuninn.
Hægt er að sjá öll úrslit á mótinu á heimasíðu FRÍ.