Enski boltinn

Juventus hefur augastað á bæði Benitez og Mascherano

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez og Javier Mascherano.
Rafael Benitez og Javier Mascherano. Mynd/AFP
Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á því að næla í bæði stjórann Rafael Benitez og argentínska miðjumanninn Javier Mascherano frá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool en þetta kemur fram í ítalska íþróttablaðinu Corriere Dello Sport.

Juventus var á eftir Javier Mascherano síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Mascherano er með samning við Liverpool til ársins 2012 en hann hefur ekki viljað skrifa undir framlengingu og það er sterkur orðrómur um að hann vilji komast frá Anfield.

Það er líka orðið heitt undir Ciro Ferrara, núverandi þjálfara Juventus-liðsins, og það er mikið skrifað um það á Ítalíu að hann geti ekki haldi starfi sínu mikið lengur.

Ítalska blaðið segir að báðir gætu þeir Benitez og Mascherano komið til Ítalíu í janúar en líklegast þykir að þeir komi í sumar. Þrátt fyrir mikla pressu og harða gagnrýni hafa forráðamenn Juventus alltaf lýst yfir stuðningi við Ciro Ferrara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×