Englendingurinn góðkunni Mike Dean dæmir leik Íslands og Hollands á Laugardalsvellinum í kvöld.
Dean dæmir í ensku úrvalsdeildinni og hefur 24 ára langan dómaraferil á bakinu.
Hann hefur dæmt fyrir FIFA frá árinu 2003 og dæmdi hann meðal annars úrslitaleik FA bikarkeppninnar í fyrra.
Þess má geta að Kristinn Jakobsson dæmir hjá Englendingum, sem mæta Kazakstan klukkan 15.