Nani verður væntanlega ekki atvinnulaus þó svo Sir Alex Ferguson kasti honum út um dyrnar eftir viðtalið sem hann gaf í vikunni.
Juventus ku nefnilega hafa áhuga á honum sem og Hollendingnum Rafael Van Der Vaart hjá Real Madrid. Önnur ítölsk frétt greinir svo frá því að AC Milan hafi einnig áhuga á Nani.
Forráðamenn Juventus eru sagðir bíða spenntir eftir því sem gerist í máli Nani næstu daga og eru taldir líklegir að koma með tilboð í janúar fari svo að Portúgalinn fari í frystikistuna hjá Fergie.
Juventus hefur ekki farið leynt með það að liðið vilji styrkja sig og Ciro Ferrara þjálfari sér þessa tvo leikmenn vel fyrir sér í skyrtu Juve.