Tvíhöfði í NFL-deildinni í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 17:41 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun. Erlendar Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sjá meira
Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun.
Erlendar Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sjá meira