Enski boltinn

Hatton: Calzaghe er sá besti

NordicPhotos/GettyImages

Enski hnefaleikarinn Ricky Hatton segir að Walesverjinn Joe Calzaghe sem lagði hanskana á hilluna í vikunni sé besti hnefaleikari sem Bretland hafi alið af sér.

"Þegar tekið er mið af því hve lengi hann hefur verið í hringnum og hve oft hann hefur varið titla sína, myndi ég segja að hann besti breski meistarinn sem við höfum átt," sagði Hatton í samtali við BBC.

Calzaghe tilkynnti í gær að hann væri hættur eftir 16 ára feril þar sem hann vann alla 46 bardaga sína.

Hann er 36 ára gamall og vann síðast sigur á Roy Jones Jr. í Madison Square Garden og þar áður vann hann Bernard Hopkins á stigum í Las Vegas.

Hann var heimsmeistari í ellefu ár og náði alltaf að verja titilinn þrátt fyrir þrálát handarmeiðsli.







Box

Tengdar fréttir

Calzaghe hættur

Joe Calzaghe hefur formlega tilkynnt að hann sé hættur atvinnumennsku í hnefaleikum en hann var ósigraður á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×