Verðmat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bankanna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.
Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær. Við tekur skoðun breska fjármálafyrirtækisins Olivers Wyman á verðmatinu og mun það birta endanlegt verðmat á efnahagsreikningi nýju bankanna um miðjan mánuðinn.
Þegar verðmati lýkur munu bankarnir gefa út skuldabréf til gömlu bankanna í skiptum fyrir eignir.- jab