Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki 13. apríl 2009 18:38 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins. Kosningar 2009 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins.
Kosningar 2009 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira