A-sveit Sundfélagsins Ægis setti nú áðan glæsilegt Íslandsmet í 4x200 metra boðsundi kvenna í örðum hluta Íslandsmótsins í sundi í 50 metra laug.
Stelpurnar bættu Íslandsmetið um rúmar fimm sekúndur, gamla metið var upp á 8:49,14 mínútur en sveit Ægis synti nú á 8:43,77 mínútum. Ægir átti einnig gamla metið.
Metasveit Ægis skipuðu þær Sigrún Brá Sverrisdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Sveit SH varð í öðru sæti inn í úrslit og sveit Sundfélags Akraness í því þriðja.
Þetta er annað Íslandsmetið sem Sigrún Brá Sverrisdóttir kemur að á mótinu en hún er nýgengin til liðs við Ægis. Sigrún setti nýtt Íslandsmet í 800 metra skriðsundi í gær.