Til skemmri tíma litið er styrking krónunnar ólíkleg að mati Sven Schubert, greinanda Credit Suisse. Krónunni sé fremur hætt við veikingu.
Í greiningu sem bankinn birti í gær er landinu þó talið til tekna að hér hafi orðið stjórnarskipti og að skipta eigi um stjórn í Fjármálaeftirlitinu. Eru það sögð merki um að stjórnmálamenn axli ábyrgð á því hvernig hér sé komið fyrir efnahagslífinu.
„Þótt pólitískur óstöðugleiki kunni að aukast þar sem áfram er óljóst hvort ný stjórn nær að friða Íslendinga, viðhafa góða stjórnarhætti og vinna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum [AGS], þá eru fyrstu yfirlýsingar nýrra stjórnarflokka uppörvandi," segir Sven Schubert. Hann bendir þó á að þótt AGS meti það svo að jafnvægisgengi krónu gagnvart evru sé nærri 140 krónum, þá muni miklu á skráðu gengi hér innanlands (147,95 krónur evran) og svo utan, þar sem gengi evru sé skráð á milli 210 og 230 krónur. Fyrirhugað afnám gjaldeyrishafta kunni að setja aukinn þrýsting á krónuna og ólíklegt að hún styrkist í bráð þrátt fyrir viðsnúning viðskiptahalla. - óká
Styrking krónu ólíkleg

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent


Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent