Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, er sagður ætla að höfða mál á hendur blaðinu Die Tageszeitung eftir að það birti skopmynd af honum hangandi á krossi.
Myndin er skrískotun í krossfestingu frelsarans og enn frekar gamanmyndina Life of Brian sem Monthy Python-gengið enska sendi frá sér fyrir 30 árum.
Yfir myndinni stendur "Always look on the bright side of life" en það var heiti lags sem sungið var í myndinni og er gjarnan sungið á knattspyrnuleikjum, t.d. á Englandi.
Á myndinni er verið að vísa í að dagar Klinsmann séu að verða taldir hjá stórveldinu Bayern, en lið hans hefur fengið ljóta skelli í deild og Evrópukeppni að undanförnu.
Talsmaður Bayern sagði myndbirtinguna einhverja þá ósmekklegustu í sögu þýskra fjölmiðla, en talsmenn blaðsins segjast ekki hafa áhyggjur af málinu.
Smelltu hér til að sjá myndina af Klinsmann.