Fótbolti

Delio Rossi kveður Lazio - Ballardini líklegur arftaki

Ómar Þorgeirsson skrifar
Delio Rossi kveður stuðningsmenn Lazio.
Delio Rossi kveður stuðningsmenn Lazio. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Delio Rossi lét af störfum hjá ítalska félaginu Lazio í dag en hann tók við stjórnartaumunum þar árið 2005.

Lazio endaði í tíunda sæti í Serie A-deildinni á síðustu leiktíð en vann ítalska bikarinn á dramatískan hátt eftir vítaspyrnukeppni gegn Sampdoria og leikur því í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð.

Davide Ballardini, fyrrum stjóri Palermo, er talinn líklegur arftaki Rossi í starfi en Rossi er sjálfur orðaður við stjórastöðuna hjá Torino.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun en mér fannst ég ekki hafa traust frá allri stjórn félagsins á bak við mig. Ég yfirgef félagið þó með afar góðar minningar í huga. Sérstaklega þegar við fögnuðum bikarmeistaratitlinum fyrir framan 70 þúsund áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Róm. Ég veit ekkert hvað tekur við hjá mér núna og hef ekkert ákveðið hvar ég þjálfa á næstu leiktíð," sagði Rossi á blaðamannafundi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×