Didier Drogba er leikfær fyrir leik sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Jose Bosingwa verður hins vegar ekki með Chelsea í leiknum en hann meiddist á fæti í leik með portúgalska landsliðinu.
Drogba var tæpur fyrir leikinn á morgun en hann missti af leik Chelsea gegn Newcastle um helgina vegna ökklameiðsla. Hann gat þó æft með Chelsea í gær og í dag.
Talið er líklegt að Branislav Ivanovic verði í vörn Chelsea í fjarveru Bosingwa á morgun.
Drogba klár í slaginn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
