Fjórðungsúrslitunum í einliðaleik karla og kvenna á Opna franska meistaramótinu í tennis lauk í dag. Roger Federer fór létt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.
Hann vann sigur á heimamanninum Gael Monfils í þremur settum, 7-6, 6-2 og 6-4. Hann mætir Juan Martin del Potro frá Argentínu í undanúrslitunum eftir að sá síðarnefndi vann Tommy Robredo frá Spáni í sinni viðureign í fjórðungsúrslitunum, 6-3, 6-4 og 6-2.
Á morgun mætast Robin Söderling og Fernando Gonzalez í fyrri undanúrslitaviðureigninni hjá körlunum.
Rússinn Svetlana Kuznetsova vann sigur á Serenu Williams í hörkuspennandi viðureign í dag, 7-6, 5-7 og 7-5. Hún mætir Samöntu Stosur frá Ástralíu í sinni undanúrslitaviðureign. Stosur bar sigur úr býtum á Sorenu Cirstea frá Rúmeníu fyrr í dag.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni í einliðaleik kvenna mætast Dinara Safina og Dominika Cibulkova.
Federer áfram en Serena úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn

Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn
