Nadal betri en Federer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 13:29 Rafael Nadal fagnar stigi í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á. Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á.
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira