Ítalska knattspyrnusambandið mun á morgun funda um markið sem Adriano skoraði fyrir Inter gegn AC Milan á sunnudag. Markið átti aldrei að standa þar sem sá brasilíski skoraði með hendinni.
Adriano viðurkennir sjálfur fúslega að boltinn fór í hendi hans en hann segir það hafa verið óviljaverk. Alberto Gilardino, leikmaður Fiorentina, var fyrr á leiktíðinni dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að skora með hendi og gæti Adriano einnig verið dæmdur í leikbann.
Inter vann grannaslaginn gegn AC Milan 2-1 og er komið með aðra höndina á ítalsa meistaratitilinn.