Mikki mús verður ofurhetja í tölvuleik 4. nóvember 2009 04:00 x Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið
Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið