Hitað upp fyrir varaformannsslaginn 26. mars 2009 20:50 Árni Páll og Dagur gefa báðir kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar. Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á. Annarsvegar hvort varaformaður Samfylkingarinnar eigi að standa við hlið formannsins á þingi eða hvort hann eigi að efla tengsl flokksins við sveitastjórnarstigið. Vísir sló á þráðinn og heyrði hljóðið í þeim félögum.Mikilvægt að forystan horfi ekki einungis til Alþingis Dagur segir að barátta þeirra Árna Páls hafi farið mjög prúðmannlega fram. „Ég lít á hann sem meðframbjóðanda frekar en nokkuð annað," segir Dagur. Dagur segist telja mikilvægt að varaformaður Samfylkingarinnar veðri í brúarsmíð á næstunni. „Á milli forystunnar og flokksmanna, milli Alþingis og sveitastjórnarstigsins og líka á milli höfuðborgar og landsbyggðar," segir Dagur. Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Árna Pál? .„Það er vegna þess að ég tel að við núverandi aðstæður sé sterkara fyrir Samfylkinguna að tefla fram breidd í forystunni Sterkri forystu sem er ekki bara að horfa til þess sem gerist í sölum Alþingis heldur líka í þeim fjölmörgu verkefnum sem liggja utan þess," segir Dagur. Að spurður segist Dagur ekki vera á leið í ráðherraembætti eftir kosningar jafnvel þótt meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði haldið áfram. „Ég er á leið í borgarstjórnarkosningar og ætla svo sem ekki að útiloka að ég verði ráðherra í framtíðinni," segir Dagur en tekur skýrt fram að baráttan um borgina sé framundan. Dagur segir að sér lítist annars vel á landsfundinn sem framundan er hjá Samfylkingunni. Mikilvægt sé fyrir samfylkingarmenn að koma saman og stilla strengi. Fundurinn sé að mörgu leyti hápunkturinn í starfi flokksins.Getum ekki skilið formanninn einan eftir á á berangri „Ég hef nú lítið getað sinnt þessu þar sem ég hef verið bundinn í erfiðum málum í þinginu. Hef verið með nefndarfund í allsherjarnefnd upp á nánast hvern dag og því lítið getað heyrt í fólki," segir Árni Páll sem þó er aðeins byrjaður að heyra í fólki núna. „Svo var ég að koma úr prófkjöri líka, en ég mun bara ræða við landsfundarfulltrúa á fundinum um helgina." Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Dag? „Dagur er góður kostur og margar ástæður fyrir því að kjósa hann," segir Árni og hlær. Hann nefnir hinsvegar að það sem hann hafi lagt á áherslu í þessari baráttu sé að varaformaðurinn geti verið til vara og stutt formanninn í erfiðum verkefnum. „Það hafa verið erfiðir tímar síðustu mánuði og það eru erfiðir tímar framundan. Við þær aðstæður tel ég mikilvægt að hafa varaformann í þinginu sem getur þá tekið við verkum frá formanninum. Ég held að mín reynsla henti vel í það hlutverk." Árni Páll segir mikilvægt að skilja ekki formanninn eftir einan á berangri og í flokknum sé þannig skipulag að verkefni geti flætt fumlaust frá formanni til varaformanns. „Annars verður formaðurinn gríðarlega berskjaldaður og við megum ekki við því. Þó við séum með vinsælan formann þá er að hefjast nýtt kjörtímabil þar sem hún mun leiða ríkisstjórn sem á að starfa út næsta kjörtímabil. Andstæðingar munu taka öðruvísi á málum og sækja að henni. Þá þurfum við að vera undir það búin að verja hana og styðja í hennar erfiðum störfum." Árni segir að landsfundurinn leggist annars vel í sig enda sé mikill einhugur og góður andi í flokknum fyrir fundinn. Kosningar 2009 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á. Annarsvegar hvort varaformaður Samfylkingarinnar eigi að standa við hlið formannsins á þingi eða hvort hann eigi að efla tengsl flokksins við sveitastjórnarstigið. Vísir sló á þráðinn og heyrði hljóðið í þeim félögum.Mikilvægt að forystan horfi ekki einungis til Alþingis Dagur segir að barátta þeirra Árna Páls hafi farið mjög prúðmannlega fram. „Ég lít á hann sem meðframbjóðanda frekar en nokkuð annað," segir Dagur. Dagur segist telja mikilvægt að varaformaður Samfylkingarinnar veðri í brúarsmíð á næstunni. „Á milli forystunnar og flokksmanna, milli Alþingis og sveitastjórnarstigsins og líka á milli höfuðborgar og landsbyggðar," segir Dagur. Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Árna Pál? .„Það er vegna þess að ég tel að við núverandi aðstæður sé sterkara fyrir Samfylkinguna að tefla fram breidd í forystunni Sterkri forystu sem er ekki bara að horfa til þess sem gerist í sölum Alþingis heldur líka í þeim fjölmörgu verkefnum sem liggja utan þess," segir Dagur. Að spurður segist Dagur ekki vera á leið í ráðherraembætti eftir kosningar jafnvel þótt meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði haldið áfram. „Ég er á leið í borgarstjórnarkosningar og ætla svo sem ekki að útiloka að ég verði ráðherra í framtíðinni," segir Dagur en tekur skýrt fram að baráttan um borgina sé framundan. Dagur segir að sér lítist annars vel á landsfundinn sem framundan er hjá Samfylkingunni. Mikilvægt sé fyrir samfylkingarmenn að koma saman og stilla strengi. Fundurinn sé að mörgu leyti hápunkturinn í starfi flokksins.Getum ekki skilið formanninn einan eftir á á berangri „Ég hef nú lítið getað sinnt þessu þar sem ég hef verið bundinn í erfiðum málum í þinginu. Hef verið með nefndarfund í allsherjarnefnd upp á nánast hvern dag og því lítið getað heyrt í fólki," segir Árni Páll sem þó er aðeins byrjaður að heyra í fólki núna. „Svo var ég að koma úr prófkjöri líka, en ég mun bara ræða við landsfundarfulltrúa á fundinum um helgina." Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Dag? „Dagur er góður kostur og margar ástæður fyrir því að kjósa hann," segir Árni og hlær. Hann nefnir hinsvegar að það sem hann hafi lagt á áherslu í þessari baráttu sé að varaformaðurinn geti verið til vara og stutt formanninn í erfiðum verkefnum. „Það hafa verið erfiðir tímar síðustu mánuði og það eru erfiðir tímar framundan. Við þær aðstæður tel ég mikilvægt að hafa varaformann í þinginu sem getur þá tekið við verkum frá formanninum. Ég held að mín reynsla henti vel í það hlutverk." Árni Páll segir mikilvægt að skilja ekki formanninn eftir einan á berangri og í flokknum sé þannig skipulag að verkefni geti flætt fumlaust frá formanni til varaformanns. „Annars verður formaðurinn gríðarlega berskjaldaður og við megum ekki við því. Þó við séum með vinsælan formann þá er að hefjast nýtt kjörtímabil þar sem hún mun leiða ríkisstjórn sem á að starfa út næsta kjörtímabil. Andstæðingar munu taka öðruvísi á málum og sækja að henni. Þá þurfum við að vera undir það búin að verja hana og styðja í hennar erfiðum störfum." Árni segir að landsfundurinn leggist annars vel í sig enda sé mikill einhugur og góður andi í flokknum fyrir fundinn.
Kosningar 2009 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira