Hitað upp fyrir varaformannsslaginn 26. mars 2009 20:50 Árni Páll og Dagur gefa báðir kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar. Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á. Annarsvegar hvort varaformaður Samfylkingarinnar eigi að standa við hlið formannsins á þingi eða hvort hann eigi að efla tengsl flokksins við sveitastjórnarstigið. Vísir sló á þráðinn og heyrði hljóðið í þeim félögum.Mikilvægt að forystan horfi ekki einungis til Alþingis Dagur segir að barátta þeirra Árna Páls hafi farið mjög prúðmannlega fram. „Ég lít á hann sem meðframbjóðanda frekar en nokkuð annað," segir Dagur. Dagur segist telja mikilvægt að varaformaður Samfylkingarinnar veðri í brúarsmíð á næstunni. „Á milli forystunnar og flokksmanna, milli Alþingis og sveitastjórnarstigsins og líka á milli höfuðborgar og landsbyggðar," segir Dagur. Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Árna Pál? .„Það er vegna þess að ég tel að við núverandi aðstæður sé sterkara fyrir Samfylkinguna að tefla fram breidd í forystunni Sterkri forystu sem er ekki bara að horfa til þess sem gerist í sölum Alþingis heldur líka í þeim fjölmörgu verkefnum sem liggja utan þess," segir Dagur. Að spurður segist Dagur ekki vera á leið í ráðherraembætti eftir kosningar jafnvel þótt meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði haldið áfram. „Ég er á leið í borgarstjórnarkosningar og ætla svo sem ekki að útiloka að ég verði ráðherra í framtíðinni," segir Dagur en tekur skýrt fram að baráttan um borgina sé framundan. Dagur segir að sér lítist annars vel á landsfundinn sem framundan er hjá Samfylkingunni. Mikilvægt sé fyrir samfylkingarmenn að koma saman og stilla strengi. Fundurinn sé að mörgu leyti hápunkturinn í starfi flokksins.Getum ekki skilið formanninn einan eftir á á berangri „Ég hef nú lítið getað sinnt þessu þar sem ég hef verið bundinn í erfiðum málum í þinginu. Hef verið með nefndarfund í allsherjarnefnd upp á nánast hvern dag og því lítið getað heyrt í fólki," segir Árni Páll sem þó er aðeins byrjaður að heyra í fólki núna. „Svo var ég að koma úr prófkjöri líka, en ég mun bara ræða við landsfundarfulltrúa á fundinum um helgina." Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Dag? „Dagur er góður kostur og margar ástæður fyrir því að kjósa hann," segir Árni og hlær. Hann nefnir hinsvegar að það sem hann hafi lagt á áherslu í þessari baráttu sé að varaformaðurinn geti verið til vara og stutt formanninn í erfiðum verkefnum. „Það hafa verið erfiðir tímar síðustu mánuði og það eru erfiðir tímar framundan. Við þær aðstæður tel ég mikilvægt að hafa varaformann í þinginu sem getur þá tekið við verkum frá formanninum. Ég held að mín reynsla henti vel í það hlutverk." Árni Páll segir mikilvægt að skilja ekki formanninn eftir einan á berangri og í flokknum sé þannig skipulag að verkefni geti flætt fumlaust frá formanni til varaformanns. „Annars verður formaðurinn gríðarlega berskjaldaður og við megum ekki við því. Þó við séum með vinsælan formann þá er að hefjast nýtt kjörtímabil þar sem hún mun leiða ríkisstjórn sem á að starfa út næsta kjörtímabil. Andstæðingar munu taka öðruvísi á málum og sækja að henni. Þá þurfum við að vera undir það búin að verja hana og styðja í hennar erfiðum störfum." Árni segir að landsfundurinn leggist annars vel í sig enda sé mikill einhugur og góður andi í flokknum fyrir fundinn. Kosningar 2009 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á. Annarsvegar hvort varaformaður Samfylkingarinnar eigi að standa við hlið formannsins á þingi eða hvort hann eigi að efla tengsl flokksins við sveitastjórnarstigið. Vísir sló á þráðinn og heyrði hljóðið í þeim félögum.Mikilvægt að forystan horfi ekki einungis til Alþingis Dagur segir að barátta þeirra Árna Páls hafi farið mjög prúðmannlega fram. „Ég lít á hann sem meðframbjóðanda frekar en nokkuð annað," segir Dagur. Dagur segist telja mikilvægt að varaformaður Samfylkingarinnar veðri í brúarsmíð á næstunni. „Á milli forystunnar og flokksmanna, milli Alþingis og sveitastjórnarstigsins og líka á milli höfuðborgar og landsbyggðar," segir Dagur. Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Árna Pál? .„Það er vegna þess að ég tel að við núverandi aðstæður sé sterkara fyrir Samfylkinguna að tefla fram breidd í forystunni Sterkri forystu sem er ekki bara að horfa til þess sem gerist í sölum Alþingis heldur líka í þeim fjölmörgu verkefnum sem liggja utan þess," segir Dagur. Að spurður segist Dagur ekki vera á leið í ráðherraembætti eftir kosningar jafnvel þótt meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði haldið áfram. „Ég er á leið í borgarstjórnarkosningar og ætla svo sem ekki að útiloka að ég verði ráðherra í framtíðinni," segir Dagur en tekur skýrt fram að baráttan um borgina sé framundan. Dagur segir að sér lítist annars vel á landsfundinn sem framundan er hjá Samfylkingunni. Mikilvægt sé fyrir samfylkingarmenn að koma saman og stilla strengi. Fundurinn sé að mörgu leyti hápunkturinn í starfi flokksins.Getum ekki skilið formanninn einan eftir á á berangri „Ég hef nú lítið getað sinnt þessu þar sem ég hef verið bundinn í erfiðum málum í þinginu. Hef verið með nefndarfund í allsherjarnefnd upp á nánast hvern dag og því lítið getað heyrt í fólki," segir Árni Páll sem þó er aðeins byrjaður að heyra í fólki núna. „Svo var ég að koma úr prófkjöri líka, en ég mun bara ræða við landsfundarfulltrúa á fundinum um helgina." Af hverju ætti fólk að kjósa þig frekar en Dag? „Dagur er góður kostur og margar ástæður fyrir því að kjósa hann," segir Árni og hlær. Hann nefnir hinsvegar að það sem hann hafi lagt á áherslu í þessari baráttu sé að varaformaðurinn geti verið til vara og stutt formanninn í erfiðum verkefnum. „Það hafa verið erfiðir tímar síðustu mánuði og það eru erfiðir tímar framundan. Við þær aðstæður tel ég mikilvægt að hafa varaformann í þinginu sem getur þá tekið við verkum frá formanninum. Ég held að mín reynsla henti vel í það hlutverk." Árni Páll segir mikilvægt að skilja ekki formanninn eftir einan á berangri og í flokknum sé þannig skipulag að verkefni geti flætt fumlaust frá formanni til varaformanns. „Annars verður formaðurinn gríðarlega berskjaldaður og við megum ekki við því. Þó við séum með vinsælan formann þá er að hefjast nýtt kjörtímabil þar sem hún mun leiða ríkisstjórn sem á að starfa út næsta kjörtímabil. Andstæðingar munu taka öðruvísi á málum og sækja að henni. Þá þurfum við að vera undir það búin að verja hana og styðja í hennar erfiðum störfum." Árni segir að landsfundurinn leggist annars vel í sig enda sé mikill einhugur og góður andi í flokknum fyrir fundinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira