KK með endurvöktum Sextett 11. febrúar 2009 05:30 Í alltof langri pásu. Sextett Ólafs Gauks með Svanhildi og KK snýr aftur á föstudaginn. Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu," segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei", „Þú ert minn súkkulaðiís" og „Undarlegt með unga menn", sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. „Ólafur Gaukur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka eitt gigg með Sextettinum. Auðvitað sagði ég já og þurfti ekki einu sinni að gá í bókina. Ég hefði slaufað flestu fyrir þetta," segir KK sem segir mikla upphefð í að syngja með Sextettinum. „Maður er svo orðinn svo vanur þessari músík að maður pælir ekkert í henni. Svo þegar maður kryfur hana er það bara vá! Það er svo mikið að ske. Ólafur Gaukur útsetti fyrir ýmsa fleiri og maður heyrir strax ef hann var að verki." Hæst reis frægðarsól Sextettsins þegar Ríkissjónvarpið sýndi þættina Hér gala Gaukar, sem gerðu Svanhildi og Rúnar landsþekkt á árunum 1968-69. „Það var verið að spara svo mikið að það var tekið yfir alla þættina nema einn," segir Svanhildur. „Þar fóru heimildir forgörðum." - drg Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu," segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei", „Þú ert minn súkkulaðiís" og „Undarlegt með unga menn", sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. „Ólafur Gaukur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka eitt gigg með Sextettinum. Auðvitað sagði ég já og þurfti ekki einu sinni að gá í bókina. Ég hefði slaufað flestu fyrir þetta," segir KK sem segir mikla upphefð í að syngja með Sextettinum. „Maður er svo orðinn svo vanur þessari músík að maður pælir ekkert í henni. Svo þegar maður kryfur hana er það bara vá! Það er svo mikið að ske. Ólafur Gaukur útsetti fyrir ýmsa fleiri og maður heyrir strax ef hann var að verki." Hæst reis frægðarsól Sextettsins þegar Ríkissjónvarpið sýndi þættina Hér gala Gaukar, sem gerðu Svanhildi og Rúnar landsþekkt á árunum 1968-69. „Það var verið að spara svo mikið að það var tekið yfir alla þættina nema einn," segir Svanhildur. „Þar fóru heimildir forgörðum." - drg
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“