Það vakti mikla athygli þegar hinn ungi Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, beitti hinu svokallaða Júgóslavneska bragði í tapleiknum gegn Gróttu í gær.
Um mikið fólskubragð er að ræða en leikmaður kippir þá í fót annars leikmanns sem er að fara inn úr horninu. Arnar fékk réttilega rautt spjald fyrir vikið.
Fyrir 22 árum lenti Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands og þjálfari GOG í Danmörku, í sama bragði. Hann var þá að fara framhjá leikmanni að nafni Saracevic sem beitti bragðinu.
Einar Ólason ljósmyndari náði bragðinu á mynd sem fór sem eldur um sinu um handboltaheiminn. Myndina má sjá í fréttinni en hún er fengin úr Þjóðviljanum frá 24. febrúar 1987, daginn eftir leikinn.
"Þeir voru að þessu allan leikinn en dómararnir tóku ekki eftir neinu," segir í myndatexta við myndina.
Ísland tapaði leiknum 20-19.Kristján Arason var markahæsti leikmaður Íslands í leiknum og Alfreð Gíslason næst markahæstur.
Sjá einnig:
Framari beitti hinu hættulega júgóslavneska bragði