Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigraði í dag í skíðagöngu kvenna með frjálsi aðferð á Skíðamóti Íslands á Akureyri.
Elsa Guðrún vann einnig sprettgönguna í gær en önnur í dag, líkt og í gær, var Silfa Rán Guðmundsdóttir frá Ísafirði. Þriðja varð Rannveig Jónsdóttir, einnig frá Ísafirði.