Antonio Cassano lenti upp á kant við reiða stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á æfingasvæði liðsins eftir að það steinlá gegn AC Milan um helgina.
Stuðningsmennirnir voru afar reiðir og létu Antonio Cassano og félaga fá það óþvegið.
Köll þeirra reyndu á þolrif leikmanna sem allir héldu út nema Cassano. Honum ofbauð, öskraði á áhorfendurna og gaf þeim puttann áður en hann rauk inn í klefa til þess að róa sig niður.
Framkvæmdastjóri Sampdoria brá sér í gervi Georgs Bjarnfreðarsonar er hann útskýrði atvikið. Sagði að málið væri einn stór misskilningur. Cassano hefðu misheyrt hvað einn áhorfandi sagði og hefði þess vegna brugðist illa við.