Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í 2-1 útisigri Reggina á Bologna í fallbaráttuslag í ítölsku A-deildinni í kvöld. Bæði liðin sitja áfram í fallsæti eftir leikinn.
Eftir sigurinn er Reggina áfram í neðsta sætinu en nú munar aðeins þremur stigum á liðinu á liði Torino sem situr í síðasta örugga sætinu.
Emil fékk ekki sæti í byrjunarliðinu þrátt fyrir frábært mark sitt á móti Juventus í síðasta leik en hann kom inn á völlinn í stöðunni 2-0 fyrir Reggina.
Reggina hefur nú náð í sjö stig út úr síðustu þremur leikjum og á því enn möguleika á að bjarga sér frá falli en staðan var mjög slæm fyrir aðeins nokkrum vikum síðan.