Beðið er sprotafregna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 02:30 Kimberly Romaine „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún. Markaðir Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún.
Markaðir Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira