Yfirlæknir ítalska Ólympíusambandsins, Carlo Tranquili, hefur beint þeim tilmælum til ítalska knattspyrnusambandsins að það bólusetji landsliðsmenn sína svo þeir fái ekki svínaflensuna.
Ítalía á að keppa gegn Georgíu í Tblisi um helgina og lækninum líst greinilega illa á þá för.
„Íþróttamenn hafa verið lunknir að næla sér í flensuna og breytir engu að ónæmiskerfið í þeim sé sterkt," sagði Tranquili.
Læknir ítalska landsliðsins hefur tekið undir þessar hugmyndir og nú er spurning hvað knattspyrnusambandið ákveður að gera.