Stefán Gíslason og félagar í Bröndby náðu þriggja stiga forskoti í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Randers á útivelli, 0-2.
Sören Berg skoraði sjálfsmark fyrir Randers á 50. mínútu en Stefán skoraði svo annað mark Bröndby á 71. mínútu. Stefán lék allan leikinn fyrir sitt lið.
Bröndby á toppnum með 46 stig en FCK er í öðru sæti með 43 stig en hefur leikið einum leik færra en Bröndby.