Ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli rak í dag Roberto Donadoni úr starfi þjálfara og réði Walter Mazzarri í hans stað.
Napoli tapaði fyrir Roma, 2-1, um helgina og var það fjórða tap liðsins á tímabilinu. Napoli er sem stendur í fimmtánda sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.
Þjálfaraskiptin voru staðfesti í yfirlýsingu frá félaginu í dag en Donadoni tók við liðinu í mars síðastliðnum. Hann var samningsbundinn til loka tímabilsins 2011.
Undir stjórn Donadoni vann Napoli aðeins fjóra af sautján leikjum sínum. Liðið hefur þar að auki tapað öllum sínum útileikjum á leiktíðinni.