Skuldir Björgólfs jukust verulega 6. maí 2009 00:01 Björgólfur og húsið. Heimili Björgólfs Guðmundssonar hefur ávallt verið skráð á eiginkonu hans. Mynd/Samsett mynd Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengdum gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagnvart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarnar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Fréttablaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengdum gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagnvart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarnar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Fréttablaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira