Gianluigi Buffon var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í Juventus á dögunum og í kjölfarið fóru ítalskir fjölmiðlar að velta því fyrir sér hvort að hann væri á förum frá liðinu. Hann hefur nú eitt þeirri óvissu.
„Það hefur verið ýmislegt skrifað um framtíð mína í blöðum og hún hefur verið rædd í sjónvarpi. Ég get hinsvegar staðfest það að ég er ekki að fara neitt. Ég verð áfram markvörður Juventus á næsta tímabili," sagði Buffon á heimasíðu sinni.
Buffon segir að eftir samtal við yfirstjórnendur félagsins þá sé hann viss um að Juventus geti verið samkeppnishæft á næstu árum. Liðið er nú í 3. sæti í ítölsku deildinni.