Innlent

Getum sagt skilið við ESB mislíki okkur

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur
Ef við göngum í Evrópusambandið og mislíkar, getum við gengið út strax. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að ákvörðunin myndi þó verða okkur dýrkeypt.

Umræðan um Evrópusambandið verður sífellt háværari og fjölgar þeim sífellt sem vilja að Ísland gangi þar inn. En hvað gerist þegar og ef við Íslendingar ákveðum loksins að ganga í Evrópusambandið og mislíkar staðan. Getum við bakkað út?

„Já, ríki Evrópusambandsins er auðvitað fullkomlega heimildi að yfirgefa Evrópusambandið og það er til fordæmi um það," segir Eiríkur.

Samstarf ríkja innan Evrópusambandsins er þó gríðarlega náið á nánast öllum sviðum. Eiríkur segir því úrsögn mjög erfiða. En hvaða áhrif myndi það hafa?

„Já, ef ekkert yrði að gert og ekki yrði samið um einhverskonar aukaaðildarsamning þá myndi gamli fríverslunarsamningurinn frá 1973 einfaldlega taka gildi á ný," segir Eiríkur.

Og það myndi þýða aukna tolla á íslenskar sjávarafurðir sem myndi verða efnahagslegt áfall fyrir landið. Fjórfrelsið er þá farið og þar með fjárfestingaréttur okkar erlendis er farinn.

„Sumir myndu kannski segja að það væri ágætt því hefur ekki farið vel með þjóðina á seinustu árum," segir Eiríkur.

Íslensk þjónustufyrirtæki gætu ekki veitt þjónustu inná þessum markaði, Íslendingar sem starfa erlendis myndu ekki lengur sjálfkrafa atvinnuheimild sem við höfum núna, nemendur gætu ekki lengur tekið þátt í Erasmus skiptiprógrammi, skólagjöld kæmust á í ESB ríkjum á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×