Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú að löggjafanum verði gert auðveldara að svipta menn ökuréttindum vegna hraðaksturs.
Ástæðan er sú að í vikunni stakk ökumaður á Lamborghini sportbíl lögregluna af á 234 kílómetra hraða.
Það var að vísu skammgóður vermir. Skærgulir Lamborghini sportbílar eru ekki á hverju strái í Danmörku og það reyndist því auðvelt að hafa uppá kauða.
Hinsvegar var refsingin sem hann fékk aðeins 200 þúsund króna sekt. Hann hélt skírteininu. Það finnst dönskum stjórnmálamönnum vera alveg út úr kortinu.