Uggvænleg stefna Jón Gunnarsson skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar