Nikolay Davydenko missir af opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna meiðsla á hæl.
Davydenko er á fimmta sæti heimslista alþjóða tennissambandsins en honum hefur þó aldrei tekist að komast í úrslitaviðureign á slemmumóti á sínum ferli.
Davydenko átti að leika í dag á æfingamóti í Indlandi í dag en varð að hætta við þegar meiðslin tóku sig upp.
Hann komst í úrslit Masters-mótsins í nóvember síðstliðnum eftir að hann vann Skotann Andy Murray í undanúrslitum. Hann þótti vera meðal þeirra sigurstranglegustu fyrir mótið í Ástralíu.
Davydenko missir af opna ástralska
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
