Fljótasti maður allra tíma, Jamaíkamaðurinn Usain Bolt, skokkaði sig afar auðveldlega inn í úrslit í 200 metra hlaupinu á HM í Berlín áðan.
Bolt tók forystu í hlaupinu snemma og virtist vera í skemmtiskokki síðustu 30 metrana.
Hann var þess utan búinn að hægja á sér og var með bremsuna á tíu metrum áður en hann kom í mark.
Engu að síður var tíminn frábær eða 20,08 sekúndur. Hann á því mikið inni og ekki ólíklegt að heimsmetið í 200 metra hlaupinu falli í úrslitahlaupinu.
Heimsmet Bolt frá því á ÓL í Peking er 19,30 sekúndur.