Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs 13. júlí 2009 14:02 Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira