Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs 13. júlí 2009 14:02 Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira