Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið 2. apríl 2009 19:05 Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent