Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðarins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferlið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga.
Straumur seldi Senu í síðustu viku og Íslandsbanki (áður Glitnir) Árvakur fyrir hálfum mánuði. Bankinn seldi hópi fjárfesta 51 prósents hlut í Skeljungi í lok ágúst í fyrra en situr enn á 49 prósentum í olíufélaginu. Ekki liggur fyrir hvort bankinn hyggist losa sig við hlutinn í bráð.- jab