Fjórðungsúrslitin klár á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2009 08:00 Gael Monfils fagnar sigri á Andy Roddick í gær. Nordic Photos / AFP Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum Erlendar Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira
Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum
Erlendar Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira