Kæran er tilkomin vegna auglýsingar Sjálfstæðisflokksins sem birtust í héraðsblöðum í Norðvesturkjördæmi þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, án hans vitneskju. Slíkt er bannað samkvæmt 8. grein siðaregla SÍA. Þar segir að ekki skuli sýna eða minnast á einstaklinga, hvort sem þeir starfa á eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin heimild sé fyrir hendi.
Sjálfstæðiflokkurinn hefur frest til 28. apríl til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nefndin er ekki búinn að koma saman en það liggur fyrir kæra frá Vinstri grænum og það er búið að óska eftir sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins. Þetta er eðlileg málsmeðferð og síðan mun nefndin funda og úrskurða í málinu á grundvelli siðareglna sem eru fyrir hendi," segir Jóhannes.

Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu í dag auglýsingar frá Vefþjóðviljanum, andríki.is sem haldið er úti af hægrimönnum, þar sem birt er mynd af Steingrími og fullyrt að hann hafi hagnast um 15 milljónir á eftirlaunalögunum svokölluðu. Jóhannes hefur séð umræddar auglýsingar.