Segir forseta Alþingis taka við fyrirmælum frá Jóhönnu 3. apríl 2009 23:01 Björn Bjarnason. Björn Bjarnason heldur áfram að gagnrýna Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann ósjálfstæðan og hafa sýnt að hann eigi ekki síðasta orðið sem forseti heldur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í byrjun vikunnar undraðist Björn að Guðbjartur hafi ekki vitað að 60 ár voru liðinn frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í NATÓ. Og þá gagnrýndi Björn Guðbjart fyrir að hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni í kvöld að forsætisráðherra vilji ekki umræður um önnur mál en stjórnarskrárfrumvarpið á dagskrá þingsins. „Er með ólíkindum, að Guðbjartur Hannesson, forseti alþingis, sýni það ósjálfstæði, sem birtist í stjórn hans á fundum þingsins. Hann hefur beinlínis viðurkennt, að eiga þar ekki síðasta orð heldur einhverjir aðrir og síðan hafnar hann öllum óskum um samráð og samvinnu.“ Björn segir að þetta sé þeim mun einkennilegra fyrir þá sök, að frumvarpið, sem Jóhanna vill hafa sem forgangsmál, snúist um að svipta Alþingi stjórnarskrárvaldi. Áður en Björn tók til máls á Alþingi í dag kom í ljós að enginn flutningsmanna frumvarpsins var í þinghúsinu og var mælst til þess að þeir yrðu við umræðuna. „Þá kom í ljós, að þrír þeirra voru að búa sig undir sjónvarpsviðræður forystumanna flokkanna. Forseti úrskurðaði, að ég skyldi tala, þrátt fyrir fjarveru þriggja flutningsmanna frumvarpsins. Þótti mér þar gengið fram af ósanngirni og óskynsemi eins og á við um svo margar ákvarðanir forseta þingsins að fyrirmælum Jóhönnu Sigurðardóttur,“ segir Björn. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Björn gagnrýnir Guðbjart forseta Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 30. mars 2009 23:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Björn Bjarnason heldur áfram að gagnrýna Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann ósjálfstæðan og hafa sýnt að hann eigi ekki síðasta orðið sem forseti heldur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í byrjun vikunnar undraðist Björn að Guðbjartur hafi ekki vitað að 60 ár voru liðinn frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í NATÓ. Og þá gagnrýndi Björn Guðbjart fyrir að hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni í kvöld að forsætisráðherra vilji ekki umræður um önnur mál en stjórnarskrárfrumvarpið á dagskrá þingsins. „Er með ólíkindum, að Guðbjartur Hannesson, forseti alþingis, sýni það ósjálfstæði, sem birtist í stjórn hans á fundum þingsins. Hann hefur beinlínis viðurkennt, að eiga þar ekki síðasta orð heldur einhverjir aðrir og síðan hafnar hann öllum óskum um samráð og samvinnu.“ Björn segir að þetta sé þeim mun einkennilegra fyrir þá sök, að frumvarpið, sem Jóhanna vill hafa sem forgangsmál, snúist um að svipta Alþingi stjórnarskrárvaldi. Áður en Björn tók til máls á Alþingi í dag kom í ljós að enginn flutningsmanna frumvarpsins var í þinghúsinu og var mælst til þess að þeir yrðu við umræðuna. „Þá kom í ljós, að þrír þeirra voru að búa sig undir sjónvarpsviðræður forystumanna flokkanna. Forseti úrskurðaði, að ég skyldi tala, þrátt fyrir fjarveru þriggja flutningsmanna frumvarpsins. Þótti mér þar gengið fram af ósanngirni og óskynsemi eins og á við um svo margar ákvarðanir forseta þingsins að fyrirmælum Jóhönnu Sigurðardóttur,“ segir Björn.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Björn gagnrýnir Guðbjart forseta Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 30. mars 2009 23:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Björn gagnrýnir Guðbjart forseta Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 30. mars 2009 23:33