Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulag sé í höfn á milli LA Galaxy og AC Milan um David Beckham.
Samkvæmt samkomulaginu mun Beckham vera áfram hjá AC Milan til loka leiktíðarinnar á Ítalíu og fara svo aftur til Bandaríkjanna.
Það er hins vegar enn óvíst hvort að Beckham komi aftur til Milan á næsta ári en því hefur verið haldið fram að hann komi aftur í janúar á næsta ári til Ítalíu.
Beckham getur þó fengið sig lausan undan samningi sínum við Galaxy í október næstkomandi.