Fótbolti

Galliani: Berlusconi er ekki knattspyrnustjóri AC Milan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adriano Galliani.
Adriano Galliani. Nordic photos/AFP

Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan ítrekar í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag að staða knattspyrnustjórans Leonardo sé ekki í hættu en hann var gagnrýndur af Silvio Berlusconi, eiganda og forseta AC Milan, eftir 0-4 rassskellinguna í nágrannaslagnum gegn Inter á dögunum.

Sögusagnir hafa strax farið á kreik um að Luciano Spalletti, sem hætti nýlega hjá Roma, sé að fara að taka við stjórnartaumunum hjá AC Milan en Galliani harðneitar því.

„Berlusconi er ekki knattspyrnustjóri AC Milan hefur aldrei troðið sér inn á starfssvið knattspyrnustjórans þó svo að hann geti á stundum verið gagnrýninn.

Hann hefur engu að síður alltaf veitt knattspyrnustjórum félagsins frelsi og tíma til þess að vinna sína vinnu. Við erum líka það félag á Ítalíu sem hefur getið sér orð fyrir að vera ekki að skipta mikið um stjóra.

Spalletti? Hann er frábær knattspyrnustjóri en við erum með Leonardo," segir Galliani.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×