Stórfyrirtæki styrktu frambjóðendur um milljónir króna 21. apríl 2009 18:30 Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar. Þegar allt lék í lyndi árið 2006 segja heimildamenn fréttastofu að bankar og fjármálafyrirtæki hafi verið mjög viljug að leggja stjórnmálaflokkum og einstaka stjórnmálamönnum lið. Það ár styrktu stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um milljónir samkvæmt heimildum fréttastofu, en lög voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007. Hermt er að hæstu styrkir frá þessum félögum, sem runnu til einstakra prófkjörsþátttakenda, hafi numið tveimur milljónum króna. Sums staðar var stillt upp á lista og lögðu þeir frambjóðendur ýmist ekkert eða sáralítið út fyrir kostnaði. Þeir sem háðu prófkjörsbaráttu eyddu hins vegar allt frá nokkrum tugum þúsunda, upp í átta milljónir í slaginn, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan hefur aflað sér hjá þingmönnum. Aðeins tæpur helmingur þeirra fékkst til að upplýsa fréttastofu um kostnað vegna prófkjara, þegar eftir því var leitað, og enginn þingmaður vildi gefa upp hvort hann eða hún hefði fengið styrk upp á meira en hálfa milljón frá einstökum lögaðila. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og framsóknarmaðurinn fyrrverandi, Björn Ingi Hrafnsson, séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk, en taka skal fram að ekki náðist í Helga Hjörvar við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Guðlaugur Þór dögum saman hunsað ítrekuð skilaboð fréttamanns. Kosningar 2009 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar. Þegar allt lék í lyndi árið 2006 segja heimildamenn fréttastofu að bankar og fjármálafyrirtæki hafi verið mjög viljug að leggja stjórnmálaflokkum og einstaka stjórnmálamönnum lið. Það ár styrktu stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um milljónir samkvæmt heimildum fréttastofu, en lög voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007. Hermt er að hæstu styrkir frá þessum félögum, sem runnu til einstakra prófkjörsþátttakenda, hafi numið tveimur milljónum króna. Sums staðar var stillt upp á lista og lögðu þeir frambjóðendur ýmist ekkert eða sáralítið út fyrir kostnaði. Þeir sem háðu prófkjörsbaráttu eyddu hins vegar allt frá nokkrum tugum þúsunda, upp í átta milljónir í slaginn, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan hefur aflað sér hjá þingmönnum. Aðeins tæpur helmingur þeirra fékkst til að upplýsa fréttastofu um kostnað vegna prófkjara, þegar eftir því var leitað, og enginn þingmaður vildi gefa upp hvort hann eða hún hefði fengið styrk upp á meira en hálfa milljón frá einstökum lögaðila. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og framsóknarmaðurinn fyrrverandi, Björn Ingi Hrafnsson, séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk, en taka skal fram að ekki náðist í Helga Hjörvar við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Guðlaugur Þór dögum saman hunsað ítrekuð skilaboð fréttamanns.
Kosningar 2009 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira