Stórfyrirtæki styrktu frambjóðendur um milljónir króna 21. apríl 2009 18:30 Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar. Þegar allt lék í lyndi árið 2006 segja heimildamenn fréttastofu að bankar og fjármálafyrirtæki hafi verið mjög viljug að leggja stjórnmálaflokkum og einstaka stjórnmálamönnum lið. Það ár styrktu stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um milljónir samkvæmt heimildum fréttastofu, en lög voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007. Hermt er að hæstu styrkir frá þessum félögum, sem runnu til einstakra prófkjörsþátttakenda, hafi numið tveimur milljónum króna. Sums staðar var stillt upp á lista og lögðu þeir frambjóðendur ýmist ekkert eða sáralítið út fyrir kostnaði. Þeir sem háðu prófkjörsbaráttu eyddu hins vegar allt frá nokkrum tugum þúsunda, upp í átta milljónir í slaginn, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan hefur aflað sér hjá þingmönnum. Aðeins tæpur helmingur þeirra fékkst til að upplýsa fréttastofu um kostnað vegna prófkjara, þegar eftir því var leitað, og enginn þingmaður vildi gefa upp hvort hann eða hún hefði fengið styrk upp á meira en hálfa milljón frá einstökum lögaðila. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og framsóknarmaðurinn fyrrverandi, Björn Ingi Hrafnsson, séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk, en taka skal fram að ekki náðist í Helga Hjörvar við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Guðlaugur Þór dögum saman hunsað ítrekuð skilaboð fréttamanns. Kosningar 2009 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar. Þegar allt lék í lyndi árið 2006 segja heimildamenn fréttastofu að bankar og fjármálafyrirtæki hafi verið mjög viljug að leggja stjórnmálaflokkum og einstaka stjórnmálamönnum lið. Það ár styrktu stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um milljónir samkvæmt heimildum fréttastofu, en lög voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007. Hermt er að hæstu styrkir frá þessum félögum, sem runnu til einstakra prófkjörsþátttakenda, hafi numið tveimur milljónum króna. Sums staðar var stillt upp á lista og lögðu þeir frambjóðendur ýmist ekkert eða sáralítið út fyrir kostnaði. Þeir sem háðu prófkjörsbaráttu eyddu hins vegar allt frá nokkrum tugum þúsunda, upp í átta milljónir í slaginn, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan hefur aflað sér hjá þingmönnum. Aðeins tæpur helmingur þeirra fékkst til að upplýsa fréttastofu um kostnað vegna prófkjara, þegar eftir því var leitað, og enginn þingmaður vildi gefa upp hvort hann eða hún hefði fengið styrk upp á meira en hálfa milljón frá einstökum lögaðila. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og framsóknarmaðurinn fyrrverandi, Björn Ingi Hrafnsson, séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk, en taka skal fram að ekki náðist í Helga Hjörvar við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Guðlaugur Þór dögum saman hunsað ítrekuð skilaboð fréttamanns.
Kosningar 2009 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira