Gítarleikari The Stooges látinn 7. janúar 2009 08:00 The Stooges árið 2006 Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira