Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur neyðst til að hætta keppni á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri. Helga meiddist í langstökkskeppninni í sjöþraut.
Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Helgu sem var efst í sjöþrautinni þegar aðeins tvær greinar voru eftir.