„Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn“ 6. apríl 2009 15:49 Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. MYND/ Valgarður Gíslason Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. Þuríður Backman, varaforesti Alþingis, taldi rétt að hefja fundinn og meta síðar í dag hvernig tækist að fylgja áætlun. Á dagskrá var stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar en 22 sjálfstæðismenn eru á mælendaskrá. Björn Bjarnason undraðist að Þuríður gæti ekki kveðið skýrar á um framhaldið og hvort hlé yrði gert á þingfundi vegna framboðsfundarins á Ísafirði. „Ég óska eftir því að hæstvirtur forseti úrskurði strax svo þingmenn átti sig á því hvernig unnt er að standa að þessum málum," sagði Björn. Mörður kvaðst vera ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa heyrt annan eins málaflutning. Hann spáði því að þegar Reykjavíkurmótið í knattpsyrnu hefjist muni Sigurður Kári Kristjánsson fara fram á frí. „Og næst þegar Björn Bjarnason fer næst í saumaklúbb mun hann krefjast þess að þingið stöðvist. Hættum nú þessum kjánskap. Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn," sagði Mörður. „Þetta var nú með því ótrúlegara sem ég hef heyrt hér í þinginu," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði fráleitt að bera lýðræðislega framboðsfundi saman við kappleiki og saumaklúbba. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. Þuríður Backman, varaforesti Alþingis, taldi rétt að hefja fundinn og meta síðar í dag hvernig tækist að fylgja áætlun. Á dagskrá var stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar en 22 sjálfstæðismenn eru á mælendaskrá. Björn Bjarnason undraðist að Þuríður gæti ekki kveðið skýrar á um framhaldið og hvort hlé yrði gert á þingfundi vegna framboðsfundarins á Ísafirði. „Ég óska eftir því að hæstvirtur forseti úrskurði strax svo þingmenn átti sig á því hvernig unnt er að standa að þessum málum," sagði Björn. Mörður kvaðst vera ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa heyrt annan eins málaflutning. Hann spáði því að þegar Reykjavíkurmótið í knattpsyrnu hefjist muni Sigurður Kári Kristjánsson fara fram á frí. „Og næst þegar Björn Bjarnason fer næst í saumaklúbb mun hann krefjast þess að þingið stöðvist. Hættum nú þessum kjánskap. Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn," sagði Mörður. „Þetta var nú með því ótrúlegara sem ég hef heyrt hér í þinginu," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði fráleitt að bera lýðræðislega framboðsfundi saman við kappleiki og saumaklúbba.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36
Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45