Styrktarsjóður Oxford háskóla tapar miklu á íslensku bönkunum 13. janúar 2009 15:30 Uppgjör fyrir síðasta ár hjá styrktarsjóði Oxford háskólans sýnir að sjóðurinn hefur minnkað um 14% á árinu. Er það einkum vegna taps sjóðsins á hruni íslensku bankana í haust sem kostaði Oxford um 30 milljón pund eða hátt í 6 milljarða kr.. Í frétt um málið í Financial Times segir að Oxford sé þó langt í frá eini virðulegi háskólinn sem tapað hafi á íslensku bönkunum því með þeim í þeirri súpu eru nöfn á borð við Cambridge og Harvard. Prófessor sem er sérfræðingur í fjármálum styrktarsjóða (endowment funds) segir að stefna þeirra hafi miðast við að dreifa áhættunni af fjárfestingum sem víðast til að draga úr henni. "Þessi stefna gekk ágætlega þar til á síðustu þremur mánuðum ársins 2008 þegar raqunveruleikinn gekk af henni dauðri," segir prófessorinn. Oxford hefur ekki afskrifað inneign sína hjá íslensku bönkunum en endurheimt hennar er afar vafasöm. Þrátt fyrir að hafa minnkað um 14% er styrktarsjóðurinn ekki á flæðiskeri staddur því eignir hans nema tæplega 600 milljón pundum eða nær 120 milljörðum kr.. Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Uppgjör fyrir síðasta ár hjá styrktarsjóði Oxford háskólans sýnir að sjóðurinn hefur minnkað um 14% á árinu. Er það einkum vegna taps sjóðsins á hruni íslensku bankana í haust sem kostaði Oxford um 30 milljón pund eða hátt í 6 milljarða kr.. Í frétt um málið í Financial Times segir að Oxford sé þó langt í frá eini virðulegi háskólinn sem tapað hafi á íslensku bönkunum því með þeim í þeirri súpu eru nöfn á borð við Cambridge og Harvard. Prófessor sem er sérfræðingur í fjármálum styrktarsjóða (endowment funds) segir að stefna þeirra hafi miðast við að dreifa áhættunni af fjárfestingum sem víðast til að draga úr henni. "Þessi stefna gekk ágætlega þar til á síðustu þremur mánuðum ársins 2008 þegar raqunveruleikinn gekk af henni dauðri," segir prófessorinn. Oxford hefur ekki afskrifað inneign sína hjá íslensku bönkunum en endurheimt hennar er afar vafasöm. Þrátt fyrir að hafa minnkað um 14% er styrktarsjóðurinn ekki á flæðiskeri staddur því eignir hans nema tæplega 600 milljón pundum eða nær 120 milljörðum kr..
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira