Neytendur

Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mohammed Kudus, þá leikmaður West Ham ræðir hér málin við Mickey van de Ven leikmann Tottenham. Þeir eru nú orðnir samherja hjá síðarnefnda liðinu.
Mohammed Kudus, þá leikmaður West Ham ræðir hér málin við Mickey van de Ven leikmann Tottenham. Þeir eru nú orðnir samherja hjá síðarnefnda liðinu. Zac Goodwin/Getty Images

Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði.

Frá og með 1. ágúst verður ekki hægt að horfa á sjónvarpsefni á miðlum Sýnar öðruvísi en í gegnum myndlykla eða smáforrit Sýnar.

Ódýrasta leiðin til að tryggja sér aðgang að enska boltanum verður með áskriftarpakka að sjónvarpsstöðvum Sýnar upp á 11.990 krónur. Innifalið í þeim pakka eru, auk alls efnis Sýnar plús, allt íþróttaefni Sýnar, þar með talið Meistaradeild Evrópu.

Hægt verður að kaupa áskrift að innlendu íþróttaefni, Sýn sport Ísland, á 8.990 krónur á mánuði.

Ódýrasta áskriftarleiðin hjá Sýn er 5.990 krónur, og er ekkert íþróttaefni innifalið í þeim pakka.

Þá verður einnig hægt að kaupa pakka sem inniheldur netáskrift frá Sýn, aðgang að Sýn+ og öllu íþróttaefni Sýnar sport, á 19.990 krónur.

Ódýrasti netpakkinn hljóðar upp á 14.990 og inniheldur netáskrift og aðgang að Sýn+.

Verð netáskriftar með íslenska íþróttapakkanum er 17.990 krónur á mánuði.

Hægt er að lesa nánar um áskriftarleiðir á vefsíðu Sýnar.

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Enski boltinn snýr aftur heim

Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×